Naust Marine afhenti nýlega birgðavindu sem fór um borð í birgðaskip í eigu Subsea Micropiles LTD á Írlandi.
Birgðavindan gegnir lykilhlutverki í að flytja afl og gagnaupplýsingar á milli birgðaskips og neðansjávar búnaðar. Helstu eiginleikar vindunnar er að hún heldur stöðugri spennu, ásamt því að vera færanleg og nýtist fyrir ýmsar neðansjávar aðgerðir.
Aðrar upplýsingar um búnað
Heildarlengd birgðakapals á tromlu er 400 m Ø 32.5 mm
Átak 6,6 tonn við 22 m/min
Sérstakur sleituhringur af gerðinni 176/291
Rafmagnsskápar og staðbundin stjórnun